Spánverjinn Alberto Contador náði forustunni í Frakklandshjólreiðunum á 15. dagleið keppninnar í dag. Andy Schleck frá Lúxemborg, sem haft hefur forustu í keppninni undanfarna daga, missti gulu treyjuna þegar keðjan á hjóli hans slitnaði á lokasprettinum.
Contador náði 20,5 sekúndna forskoti á Schleck í dag. Frakkinn Thomas Voeckler var fljótastur á dagleiðinni í dag en hjóluð var 187,5 km vegalengd milli Pamiers til Bagneres-de-Luchon.