„Þetta var ótrúleg upplifun en hlaupið var klárlega það langversta hjá mér í nokkur ár. Þetta var samt algjör geðveiki og ég sé ekki eftir neinu varðandi það hvernig ég hljóp,“ sagði frjálsíþróttamaðurinn og FH-ingurinn Björgvin Víkingsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann hafði þá lokið keppni á sínu fyrsta stórmóti í flokki fullorðinna, Evrópumeistaramótinu í Barcelona, þar sem hann hljóp 400 metra grindahlaup á 54,46 sekúndum og féll úr leik.
Björgvin var 3,29 sekúndur frá Íslandsmeti sínu og 2,69 sekúndur frá tímanum sem tryggði honum sæti í mótinu en það tókst honum fyrr í þessum mánuði. Slakur tími gærdagsins kom því mjög á óvart en Björgvin segir meiðsli hafa átt sinn þátt í því sem og það að hann hafi sett gríðarlegan kraft í hlaupið frá byrjun en ekki náð að fylgja því eftir. Hann sér þó ekki eftir því.
„Daginn eftir að ég náði lágmarkinu meiddist ég á hásin og hef æft í sundlaug síðan þá. Það kostaði sitt.
Viðtalið við Björgvin má lesa í heild sinni í fjögurra síðna íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.