„Shaq“ samdi við Boston

LeBron James og Shaquille O'Neal hafa nú báðir yfirgefið Cleveland.
LeBron James og Shaquille O'Neal hafa nú báðir yfirgefið Cleveland. Reuters

Miðherjinn leikreyndi Shaquille O'Neal samdi í gær við Boston Celtics í NBA deildinni í körfubolta til tveggja ára. O'Neal fær um 360 milljónir kr. í laun á samningstímanum en hann fékk um 2,5 milljarða kr. í laun á síðasta tímabili.

O'Neal lék með Cleveland Cavaliers á síðustu leiktíð en hinn 38 ára gamli O'Neal hefur fjórum sinnum orðið meistari, einu sinni sem leikmaður Miami Heat og þrisvar hjá LA Lakers. Hann vonast til þess að ná fimmta meistaratitlinum með Boston sem tapaði gegn LA Lakers í úrslitum NBA deildarinnar í vor.

Boston verður án miðherjans sterka Kendrick Perkins fram eftir næsta vetri en hann meiddist illa á hné í úrslitunum gegn LA Lakers. Boston hefur fengið framherjann Jermaine O'Neal frá Miami Heat.

O'Neal  var valinn fyrstur í háskólavalinu árið 1992 og frá þeim tíma hefur hann leikið með sex liðum. Hann hefur leikið í 15 Stjörnuleikjum, er hann í fimmta sæti yfir stigahæstu leikmenn frá upphafi 28,255 stig. Hann er í 14. sæti yfir flest fráköst frá upphafi eða 12,921. Að meðaltali hefur miðherjinn skorað 24 stig að meðaltali, tekið 11 fráköst og varið 2,3 skot en hann er 2.16 m á hæð og um150 kg. 

Shaquille hefur leikið með eftirtöldum liðum.

Orlando Magic (1992–1996)
Los Angeles Lakers (1996–2004)
Miami Heat (2004–2008)
Phoenix Suns (2008–2009)
Cleveland Cavaliers (2009–2010)
Boston Celtics (2010)

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert