Contador féll á lyfjaprófi

Alberto Contador fagnar sigri í Frakklandshjólreiðunum í sumar.
Alberto Contador fagnar sigri í Frakklandshjólreiðunum í sumar. Reuters

Spænski hjól­reiðamaður­inn Al­berto Conta­dor, sem vann Tour de France hjól­reiðakeppn­ina í þriðja sinn í sum­ar. féll á lyfja­prófi. Hef­ur Alþjóðahjól­reiðasam­bandið UCI sett hann í keppn­is­bann á meðan málið er rann­sakað frek­ar.

Lyfja­prófið leiddi í ljós, að Conta­dor nefði neytt lyfs­ins clen­bu­terol, sem er á bann­lista. Conta­dor til­kynnti sjálf­ur í morg­un, að hann hefði fallið á lyfja­próf­inu en full­yrti, að ástæðan væri „fæðumeng­un". 

Um er að ræða lyfja­próf, sem tekið var 21. júlí meðan á Frakk­lands­hjól­reiðunum stóð. UCI staðfesti í nótt að prófið hefði leitt í ljós afar lítið magn af lyf­inu en rann­sókn­ar­stof­an í Köln, sem rann­sakaði sýnið, geti greint leif­ar af lyfj­um með mun meiri ná­kvæmni en aðrar rann­sókn­ar­stof­ur sem alþjóðlega lyfja­nefnd­in, WADA, viður­kenn­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert