Baggio fær friðarverðlaun

Roberto Baggio í búningi Brescia árið 2002.
Roberto Baggio í búningi Brescia árið 2002. Reuters

Ítalski fótboltakappinn Roberto Baggio hefur hlotið alþjóðlegu friðarverðlaunin World Peace Award en þau eru veitt af samtökum nóbelsverðlaunahafa. Baggio, sem er 43 ára gamall, sagðist vera ánægðari með þessi verðlaun en öll þau verðlaun sem hann hefur hlotið fyrir afrek sín á fótboltavellinum. „Þetta er betra en gullknötturinn,“ sagði hann.

Baggio varð fyrir valinu þar sem hann hefur lengi stundað og stutt við mannúðarstarf, sérstaklega í Búrma, öðru nafni Myanmar . Hann hefur hvatt mjög til að Aung San Suu Kyi, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, verði látin laus og m.a. safnað fé fyrir fórnarlömb jarðskjálftans á Haití.

Baggio, sem hefur snúist til Búddisma, er 43 ára. Hann lagði skóna á hilluna árið 2004. Þá hafði hann meðal annars leikið með Fiorentina, Juventus og AC Milan og tekið þátt í þremur heimsmeistaramótum.

Söngkona Annie Lennox hlaut verðlaunin í fyrra og Bono, söngvari U2, hlaut verðlaunin árið 2008.


Roberto Baggio var snjall spyrnumaður og naut sín vel í …
Roberto Baggio var snjall spyrnumaður og naut sín vel í aukaspyrnum. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert