Tíu efstu í kjöri íþróttamanns ársins

Ólafur Stefánsson tekur við verðlaunagripnum sem íþróttamaður ársins 2009.
Ólafur Stefánsson tekur við verðlaunagripnum sem íþróttamaður ársins 2009. mbl.is/Golli

Samtök íþróttafréttamanna hafa tilkynnt hvaða tíu einstaklingar urðu í efstu sætunum í kjörinu á íþróttamanni ársins 2010.

Kjörinu verður lýst í hófi miðvikudagskvöldið 5. janúar. Félagsmenn í Samtökum íþróttafréttamanna hafa greitt atkvæði og þau hafa verið talin. Alls fengu 26 íþróttamenn atkvæði en eftirtaldir tíu eru þeir sem urðu efstir, í stafrófsröð:

Alexander Petersson, handknattleikur
Arnór Atlason, handknattleikur
Aron Pálmarsson, handknattleikur
Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrna
Helga Margrét Þorsteinsdóttir, frjálsíþróttir
Hlynur Bæringsson, körfuknattleikur
Hólmfríður Magnúsdóttir, knattspyrna
Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund
Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar
Ólafur Stefánsson, handknattleikur

Það verður síðan opinberað í hófinu hver af þessum tíu er íþróttamaður ársins 2010. Ólafur Stefánsson handknattleiksmaður hefur hlotið þennan eftirsótta titil tvö undanfarin ár og fjórum sinnum alls. Aðeins Vilhjálmur Einarsson, frjálsíþróttamaður, hefur verið oftar verið kjörinn íþróttamaður ársins, eða fimm sinnum.

Ítarlega er fjallað um kjörið og íþróttamennina tíu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert