Sautján kepptu í bogfimi

Myndin er úr myndasafni og var tekin á Íslandsmóti í …
Myndin er úr myndasafni og var tekin á Íslandsmóti í bogfimi. Árni Sæberg

Sautján kepptu í bogfimi á Reykjavíkurleikunum, bæði fatlaðir og ófatlaðir. Bogfimi var nú í fyrsta sinn keppnisgrein á leikunum. Keppt var í Laugardalshöll í sal á annarri hæð og var bogfimifólkið ánægt með aðstöðuna sem það var að prófa í fyrsta skipti.

Færeyskir gestir mótsins voru mjög sigursælir. Annarsvegar var keppt í sveigboga (recurve) og hinsvegar trissuboga (compound). Í sveigboga sigraði Jógvan Magnus Andreasen í karlaflokki og í kvennaflokki Jastrid Mathea Rein Jensen en þau koma bæði frá Færeyjum.

Í trissubogakeppninni sigruðu einnig Færeyingar. Rakul Dam sigraði í kvennaflokki og Jógvan Niclasen í karlaflokki.

Nánari úrslit verður hægt að nálgast á www.bogfimi.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka