Grótta treystir stöðu sína

Geir Sveinsson þjálfari Gróttu er með sína með á toppi …
Geir Sveinsson þjálfari Gróttu er með sína með á toppi 1. deildar. hag / Haraldur Guðjónsson

Grótta náði í kvöld þriggja stiga forystu í 1. deild karla í handknattleik þegar liðið lagði Víking, 32:30, í Víkinni eftir að hafa verið tveimur mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 14:12. Stjarnan komst upp í annað sæti deildarinnar með þriggja marka sigri á ungmennaliði FH, 24:21, í Kaplakrika.

Grótta er er þar með komin með 21 stig að loknum 12 leikjum, Stjarnan er með 18 stig og ÍR 17, einnig eftir 12 leiki.

Mörk Víkings: Brynjar Loftsson 6, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 6, Arne Karl Wehmeier 5, Jón Hjálmarsson 3, Egill Björgvinsson 3, Kristinn Guðmundsson 2, Óttar Filipp Pétursson 2, Andri Már Númason 1, Benedikt Karl Karlsson 1, Gunnar Valur Arason 1.

Mörk Gróttu:  Friðgeir Elí Jónasson 9, Þórir Jökull Finnbogason 7, Hjalti Þór Pálmason 5, Jóhann Gísli Jóhannesson 3, Ægir Hrafn Jónsson 3, Sigurður Eggertsson 3, Árni Benedikt Árnason 1, Matthías Árni Ingimarsson 1. 

FH U - Stjarnan 21:24 (10:11)

Mörk FH: Benedikt Kristinsson 6, Magnús Óli Magnússon 5, Þorkell Magnússon 5, Ísak Rafnsson 2, Bogi Eggertsson 1, Atli Friðbergsson 1, Þórir Traustason 1.

Mörk Stjörnunnar:  Vilhjálmur Halldórsson 9, Sverrir Eyjólfsson 4, Tandri  Konráðsson 3, Elvar Örn Jónsson 2, Sigurður Helgason 2, Finnur Jónsson 2, Eyþór Magnússon 1, Víglundur Þórsson 1. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka