SR sigraði SA Víkinga, 5:4, á Íslandsmóti karla í íshokkí í Skautahöll Reykjavíkur í Laugardalnum í kvöld. Þar með er hlaupin mikil spenna í baráttuna um efsta sætið í deildinni og heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni.
SA Víkingar eru með 32 stig en SR er með 30 stig þegar bæði lið eiga þremur leikjum ólokið. Liðin mætast aftur í Laugardalnum annað kvöld og sá leikur er nú gífurlega mikilvægur en með sigri í venjulegum leiktíma myndi SR komast í efsta sætið.
Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér að neðan.
Þriðji og síðasti leikhluti (talið niður úr 20 mínútum)
5 mín. SA er búið að minnka muninn í eitt mark 5:4 en þar var að verki Björn Jakobsson eftir stoðsendingu frá Orra Blöndal þegar tæpar 5 mínútur eru eftir af leiknum.Annar leikhluti af þremur (talið niður úr 20 mínútum)
1 mín. Stefán Hrafnsson skorar fyrir SA og lagar stöðuna í 3:1 þegar 24 sekúndur eru eftir af öðrum leikhluta. Einstaklingsframtak hjá Stefáni.
14 mín. Egill Þormóðsson skorar fyrir SR, 3:0.
Fyrsti leikhluti af þremur, (talið niður úr 20 mínútum)
1. leikhluta er lokið: Staðan er 2:0 fyrir SR í þessum magnaða leik. SR er búið að eiga 14 skot á markið en SA 13. Þá fékk Stefán Hrafnsson sína aðra 2. mínútna brottvísun fyrir harkalegt brot á Gauta Þormóðssyni sem er fyrirliði SR í kvöld og búinn að skora bæði mörk heimamanna.
6 mín. SR er búið að auka forustuna. Gauti Þormóðsson skoraði sitt annað mark í leiknum eftir frábært hraðaupphlaup. Í kjölfarið missti SA mann að velli fyrir að vera sex á vellinum, 2:0.
10 mín. Leikmaður SA Ándré Mikaelsson fékk 2 mínútna brottvísun fyrir að fella leikmann SR. Leikurinn er býsna hraður og mikið um færi á báða bóga.
13 mín. SA hefur sótt töluvert eftir þetta mark hjá SR en Pétur Maack náði góðu hraðaupphlaupi í kjölfarið en Ómar Skúlason í marki SA varði vel.
16 mín. Gauti Þormóðsson kemur SR yfir eftir sendingu frá Agli Þormóðssyni, 1:0.
19 mín. SR missti mann af velli í 2 mínútur vegna þess að það voru sex leikmenn á svellinu.
15 mínútna seinkun er á leiknum en hann er nú í þann mund að hefjast