Sölvi og Fjóla Signý meistarar í fjölþrautum

Fjóla Signý Hannesdóttir.
Fjóla Signý Hannesdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sölvi Guðmundsson úr Breiðabliki og Fjóla Signý Hannesdóttir úr HSK urðu í dag Íslandsmeistarar í fjölþrautum á Meistaramótinu í Laugardalshöll.

Sölvi fékk 4.362 stig en hann var sá eini sem lauk keppni í sjöþraut karla.

Fjóla Signý fékk 3.377 stig og sigraði með nokkuð miklum yfirburðum í fimmtarþraut kvenna, eða 537 stigum.

ÍR-ingarnir Einar Daði Lárusson og Kristín Birna Ólafsdóttir, sem þóttu sigurstranglegust gerðu alvarleg mistök. Einar Daði felldi byrjunarhæðina í stangarstökki og Kristín Birna gerði þrisvar ógilt í langstökkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert