Knattspyrnuleikir verði í opinni dagskrá

Mikill áhugi er jafnan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.
Mikill áhugi er jafnan á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Reuters

Evrópudómstóllinn hefur komist að þeirri niðurstöðu, að aðildarríki Evrópusambandsins megi, undir ákveðnum kringumstæðum, bannað að leikir á heimsmeistaramótum og Evrópumótum í knattspyrnu verði sýndir í áskriftarsjónvarpi svo almenningur geti fylgst með leikjunum í sjónvarpi án sérstaks endurgjalds.

Segir í tilkynningu frá dómnum, að þegar þessar keppnir séu, í heild, taldar samfélagslega mikilvægar, sé réttlætanlegt að tryggja að almenningur hafi ótakmarkaðan aðgang að sjónvarpssendingum frá þessum viðburðum.

Alþjóðaknattspyrnusambandið skipuleggur úrslitakeppni heimsmeistaramótsins í knattspyrnu og og Knattspyrnusamband Evrópu skipuleggur lokakeppni Evrópumótsins. Þessi sambönd hafa miklar tekjur af því að selja sjónvarpsrétt til einstakra landa.

Tilkynning Evrópudómstólsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert