Fullkominn leikur í tíunda skipti

Ronnie O'Sullivan á ekki lengur heimsmetið einn.
Ronnie O'Sullivan á ekki lengur heimsmetið einn. AP

Stephen Hendry sjöfaldur heimsmeistari í snóker jafnaði í gærkvöldi heimsmet Ronnie O'Sullivan þegar hann náði fullkomnum leik í tíunda skipti á ferlinum á opna velska mótinu.

Hendry skoraði sem sagt 147 stig í röð sem er hámarksskor í einum leik. Slíkt felur í sér að ná ávallt að setja svörtu kúluna niður á milli þess sem þær rauðu eru hreinsaðar af borðinu. Í kjölfarið er því fylgt eftir með að hreinsa þær kúlur sem eftir eru á borðinu.

Hendry fagnaði afrekinu ekki sérstaklega því hann tapaði leiknum 2:4 fyrir Stephen Maguire og féll úr keppni í 16-liða úrslitum mótsins.

Hendry varð heimsmeistari árið 1990 aðeins 21 árs gamall og er yngsti maður sögunnar til að verða heimsmeistari í snóker. Síðan þá hefur Hendry unnið titilinn sex sinnum en hann kemur frá Skotlandi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert