Íslenskir keppendur í bogfimi til Færeyja

Bogfimi er í sókn hér á landi en þetta verður …
Bogfimi er í sókn hér á landi en þetta verður ekki í fyrsta skiptið sem Íslendingar sækja Færeyinga heim til að keppa í bogfimi. mbl.is/

Sex íslenskir keppendur í bogfimi halda til Færeyja í lok mánaðarins, nánar tiltekið 26. til 27. febrúar, til keppni á Tambar Open 2011. Keppnin fer fram innanhúss og er keppt í bogfimi af 18 metra færi. Í forkeppninni er skotið 60 örvum og keppendum raðað niður eftir stigaskori í kjölfarið. Þá er keppt til úrslita með útsláttarfyrirkomulagi.

Íslendingarnir sem taka þátt í Færeyjum eru Ester Finnsdóttir, Guðmundur Smári Gunnarsson, Ingi Bjarnar Guðmundsson,  Jón Eiríksson, Kristmann Einarsson og Þorsteinn Snorrason. Íslendingar hafa áður sótt Færeyinga heim í bogfimi með góðum árangri.

Þeir sem hafa áhuga á að reyna fyrir sér í bogfimi geta nálgast upplýsingar um námskeið í greininni á bogfimi.net.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka