Ég tek bara einn áratug í einu

Sigurður Sveinn Sigurðsson í leik með SA.
Sigurður Sveinn Sigurðsson í leik með SA. mbl.is/Árni Sæberg

Skautafélag Akureyrar varð á dögunum Íslandsmeistari í íshokkí í fimmtánda sinn í tuttugu ára sögu Íslandsmóts í greininni. Þar að auki hefur SA alltaf verið í úrslitum og mætt þar annaðhvort SR eða Birninum. Þá var það í annað skiptið í sögunni að lið sem lendir 2:0 undir í leikjum nær að snúa taflinu við og vinna 3:2. Síðast gerðist það fyrir tíu árum en þá vann SA lið Bjarnarins.

Sigurður Sveinn Sigurðsson, formaður og leikmaður SA, spilaði þá með liðinu en hann er eini leikmaðurinn sem hefur spilað öll 20 tímabilin. Hann er 35 ára og uppalinn á Akureyri. SA er ekki eina liðið sem hann hefur spilað með en Sigurður vann Íslandsmeistaratitilinn með SR árin 1999 og 2000 auk þess að spila með Narfa frá Hrísey sem sendi lið í Íslandsmótið um skeið í tvö tímabil. Morgunblaðinu lék forvitni á að vita hvort Sigurður væri á því að leggja skautana á hilluna eftir 20 ára farsælan feril.

„Nei, ég ætla mér bara að taka einn áratug í einu og ég er að hefja minn þriðja þannig að ég er ekki að fara að hætta í bráð. Ég veit ekki hvað þið segið eftir tíu ár!“

Ítarlegt viðtal við Sigurð er að finna í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka