Strákarnir fóru létt með Ísrael

Björn Róbert Sigurðarson, til hægri, skoraði tvö mörk.
Björn Róbert Sigurðarson, til hægri, skoraði tvö mörk. mbl.is/Kristinn

Íslenska piltalandsliðið í íshokkí vann auðveldan sigur á Ísraelsmönnum, 12:0, í fyrsta leik sínum á heimsmeistaramóti 18 ára og yngri í Mexíkó í nótt.

Eins og tölurnar gefa til kynna var íslenska liðið með leikinn í höndum sér allan tímann en loturnar fóru 4:0, 2:0 og 6:0.

Næsti leikur er gegn Írlandi á morgun. Aðeins eitt lið fer upp um deild en íslenska liðið stefnir að því að vinna sér sæti í 2. deild. Sigurður Reynisson var valinn maður leiksins í liði Íslands en hann er í sinni fyrstu ferð með unglingalandsliði.

Mörk/stoðsendingar Íslands:

Jóhann Leifsson 3/3
Sigurður Reynisson 2/3
Kári Guðlaugsson 2/1
Falur Birkir Guðnason 2/1
Björn Róbert Sigurðarson 2/0
Ingólfur Elíasson 1/3
Brynjar Bergmann 0/1
Steindór Ingason 0/1
Andri Helgason 0/1

Refsingar Íslands: 41 mínúta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert