Þróttarar bikarmeistarar

Karen Gunnarsdóttir fyrirliði HK reynir að koma boltanum í gólfið …
Karen Gunnarsdóttir fyrirliði HK reynir að koma boltanum í gólfið hjá Austfirðingum í annarri hrinu. mbl.is/hag

Þróttur frá Neskaupstað var að tryggja sér sigur í Bridgestone bikarkeppni kvenna í blaki með því að leggja HK 3:2 í æsispennandi úrslitaleik. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

ODDUR: Þróttur byrjar í uppgjöf og fær fyrstu tvö stigin.
6:4 HK hefur frumkvæðið og leikur liðsins er heildstæðari en leikur Þróttar þessa stundina.
8:6 Eftir að Þróttur jafnaði 6:6 þá náði HK tveimur stigum í röð og nú skipta liðin um vallarhelming. Það er oft sálfræðilega gott að vinna síðasta stigið áður en skipt er um vallarhelming.
10:8 Þróttur jafnaði 8:8 en nú hefur HK fengið tvö stig í röð og Þróttur tekur leikhlé.
10:11 Nú eru það HK menn sem taka leikhlé og spennan hérna í Höllinni eins og hún gerist mest.
17:19 Lokakaflinn var rosalega spennandi, Þróttur komst í 13:10, HK jafnaði 13:13 en Helane náði einum af sínum flottu skellum og Þróttur komst í 14:13. Ekki dugði það þó alveg því HK kom boltanum í gólfið hjá Þrótti. 14:14. Miglena smassaði í hávörn og út, 15:14 fyrir Þrótt, en uppgjöfin langt út. 15:15. , HK vann næsta stig, 16:15, en Þróttur jafnaði og vann næsta stig líka, 17:16. HK jafnaði, 17:17.. Miglena skellti í gólf HK. 18:17 fyrir Þrótt sem vann líka næsta stig.

4. hrina:  Ljóst að karlaleiknum seinkar eitthvað því reiknimeistarar sambandsins ætluðu að láta hann hefjast klukkan 15:00, sem er ótrúleg bjartsýni. HK byjar betur í þessri hrinu og skorar fyrstu fjögur stigin.
8:2 HK heldur uppteknum hætti frá síðusut hrinu, baráttan mjög fín og Birta Björnsdóttir dreifir uppspilu vel þannig að sóknir liðsins eru fjölbreytar.
16:6 Síðara tæknihléið. Fríða hefur farið mikið í sókninni hjá HK og skorar grimmt. Allt stefnir í að oddahrinu þurfi í þessum leik.
25:12 Bæði lið skiptu ört um leikmenn í síðari hluta hrinunnar enda virtist hún töpuð hjá Þrótti.Oddahrina staðreynd og þá er leikið upp í 15 stig.

3. hrina:  HK byrjar nú með látum enda síðasti séns hjá liðinu ætli það sér að halda titlinum. Staðan 6:2.
8:3 Nú er allt í mínus hjáAustfirðingum á meðan Kópavogskonum gengur allt í hag.
10:10 Þróttarar hafa nú breytt stöðunni úr 10:4 í 10:10 og HK tekur leikhlé. Ekki sérlega fagurt blak þessa stundina, en baráttan þeim mun meiri.
16:11 HK fékk fimm stig í röð áður en síðara tæknihléið brást á. Móttakan þarf að vera betri til að hægt sé a sækja af einhverju viti.
19:14 Þróttur tekur leikhlé. HK konur eru ákveðnar að gefa allt í þetta enda ekki seinna vænna. Mikið um mistök á báða bóga og eins og spennustigið sé dálítið hátt.
19:17 Nú eru það HK-ingar sem taka leikhlé til að ráða ráðum sínum fyrir lokasprettinn í þessari hrinu.
22:18 HK var að vinna boltann og er í góðum málum, en Þróttur tekur leikhlé.
25:18 HK lagar stöðuna með fínum sigri í þriðju hrinu, sannkallaðri baráttuhrinu.

2. hrina: Þróttarar byrja með látum og taka fyrstu þrjú stigin áður en HK nær að vinna boltann.
1:6 Önnur þrjú stig í röð frá Norðfirðingum, allt virðist komið í baklás hjá HK, sem kemur boltanum hreinlega ekki yfir á sómasamlegan hátt.
2:8 Tæknileikhlé sem kemur HK til góða þar sem móttakan er gjörsamlega í rúst eins og er.
7:8 Hlutirnir breytast fljótt í blaki eins og allir blakarar vita. Nú genur allt með HK á meðan Þróttarar ná ekki að sækja nægilega og þá verður sókn HK auðveldari. Orðið spennandi.
11:16 HK sækir vel en Unnur Ása Atladóttir varði þrjá bolta af tærri snylld í aftari línu. Vel gert hjá henni.
13:19 Þróttarar virðast ætla að hara þetta, en þó aldrei að vita því fljótt skipast veður í lofti.
17:19 Þróttur tekur leikhlé enda fjögur stig í röð frá HK.
22:23 HK neitar að gefast upp og Þróttarar allt of ragir við að sækja, lauma illa og HK gengur á lagið.
25:27 Mikil barátta og gríðarleg spenna í þessari hrinu. Bæði lið klikkuðu á uppgjöf á ögurstundu en Þróttarar, meðhina 41 árs gömlu Miglenu Apostolovu í broddifylkingar náðu sigri og eru í góðum málum.

1. hrina:  Þróttarar byrja með boltann og það er fyriliðinn, Kristín S. Þórhallsdóttir sem á fyrstu uppgjöfina.
HK er með frumkvæðið og sóknir liðsins mun ákveðnari og beittari, staðan orðin 7:4.
8:7 Þróttarar berjast rosalega og elta boltann út um alla Höll ef því er að skipta. Þetta skilar ágætum árangri, en spil þeirra þarf samt að vera markvissara, þetta er allt miklu auðveldara hjá HK.
10:11 Barátan hefur skilað sínu og nú eru sóknir Norðfirðinga beittari þannig að HK á erfiðara með að sækja. Þróttur kominn yfir í fyrsta sin.
15:16 Allt enn í járnum. Þróttur komst í 12:10 en þá komu þrjú stig í röð frá HK og mikið fjör í Höllinni.
17:20 HK ktekur leikhlé enda gengur fátt upp hjá liðinu núna á meðan Þróttar leika við hvurn sinn fingur.
19:20 Þróttur tekur hlé.
22:25 Þróttarar höfðu betur á lokasprettinum. Bráskemmtileg hrina og vonandi verður framhald á því í næstu hrinum.

HK er núverandi bikarmeistari og hafa Kópavogsstúlkur því titil að verja. Bæði lið unnu undanúrslitaleikina 3:0 í Höllinni í gær, HK lagði Ými og Þróttur hafði betur gegn KA.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka