Landsliðsfyrirliðinn Ingvar Þór Jónsson, sagði úrslitin gegn Króatíu ekki gefa rétta mynd af getu liðanna en Ísland tapaði 0:9 fyrir Króötum í Zagreb í kvöld í 2. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí.
Ingvar benti á að leikmenn Íslandi hafi verið talsvert mikið utan vallar vegna brottvísana og sagði Króatana hafa nýtt sér þá stöðu ótrúlega vel.
Ingvar sagði jafnframt að Króatar væru hugsanlega með sterkasta liðið í riðlinum, í það minnsta með annað af tveimur sterkustu liðunum.
Ingvari fannst íslenska liðið vera nokkuð frá sínu besta og þar gæti stress
í kringum fyrsta leik hafa spilað inn í. Hann sagði að íslenska liðið ætti að geta haldið pökknum betur innan liðsins og minnka þar með hættuna á því að andstæðingarnir skori.