Sigurður: Gríðarlega svekkjandi

Aldursforsetinn í íslenska landsliðinu í íshokkí, Sigurður Sveinn Sigurðsson, var að vonum svekktur eftir leikinn gegn Rúmeníu í Zagreb í dag.

Ísland komst 2:0 yfir í dag gegn Rúmeníu sem lék í 1. deild fyrir tveimur árum síðan. Aldrei fyrr hefur Ísland leikið jafn vel gegn jafn sterku liði og var grátlega nálægt sigri. 

Sigurður sagði grátlegt að tapa leiknum en var ánægður með frammistöðu liðsins sem var miklu betri en gegn Króatíu í gærkvöldi. Sigurður benti á að leikurinn hafi verið mjög jafn og fjórða mark Króata hafi verið skorað í autt markið. Þar á hann við að aðeins hálf mínúta var eftir af leiknum og Ísland freistaði þess að bæta við útileikmanni á kostnað marvarðarins í þeirri von um að jafna leikinn. 

Sigurður Sveinn Sigurðsson í kunnuglegri stöðu.
Sigurður Sveinn Sigurðsson í kunnuglegri stöðu. mbl.is/Kristján Maack
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert