Kristján Maack er einn af mönnunum á bak við tjöldin í íslenska íshokkílandsliðinu sem tekur þátt í 2. deild heimsmeistaramótsins í Króatíu.
Kristján er svokallaður „equipment manager“ sem við skulum bara kalla tækjastjóri en íshokkíliðum fylgir mikill búnaður sem er nauðsynlegur til að keppa í íþróttinni. Kristján er einnig faðir í ferðunum því sonur hans Pétur Maack leikur með liðinu og á framtíðina fyrir sér í íþróttinni. Morgunblaðið tók þá feðga tali í Zagreb og bað Kristján að varpa ljósi á hvað felst í starfi tækjastjórans.
„Í því felst að vera strákunum innan handar með allan búnað: Skauta, hlífar, hjálma, búninga og liðstreyjurnar. Hlutverk tækjastjórans hefur einnig verið að sjá um drykki fyrir leikmenn svo sem orkudrykki og prótein,“ sagði Kristján og það er ýmislegt sem felst í utanumhaldinu á þessum þáttum.
Sjá spjall við feðgana Kristján og Pétur Maack í Morgunblaðinu í dag.