Dennis: Við vorum betra liðið

Dennis Hedström bjargaði nokkrum sinnum frábærlega í leiknum á móti …
Dennis Hedström bjargaði nokkrum sinnum frábærlega í leiknum á móti Kína í dag. mbl.is/Kristján Maack

Dennis Hedström átti góðan leik í marki Íslands þegar liðið sigraði Kína 5:3 í 2. deild heimsmeistaramótsins í íshokkí í Zagreb í dag.

„Við vorum betra liðið í 60 mínútur að mínu mati. Við höfðum undirbúið okkur undir erfiðan leik og allir í okkar liði mættu einbeittir til leiks. Við vitum að Kínverjar eru góðir og þeir spiluðu vel. Þeir fengu að sjálfsögðu sín færi en hélt yfir gekk okkur nokkuð vel að halda þeim í skefjum,“ sagði Dennis í samtali við mbl.is að leiknum loknum. 

Dennis sagði að leikurinn gegn Kína hafi verið mjög mikilvægur í kapphlaupinu um bronsverðlaunin en Króatía og Rúmenía eru með afgerandi stöðu í riðlinum og munu berjast um 1. deildarsætið. „Kínverjar eru alltaf líklegir til þess að blanda sér í baráttu þriggja efstu liðanna. Núna erum við búnir að vinna tvo leiki í röð og vonandi tekst okkur að vinna Írana einnig á morgun. Þá er 3. sætið okkar eins og við höfum stefnt að,“ sagði Dennis Hedström við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert