Heimsmet í maraþonhlaupi

Mutai fagnar sigri og heimsmeti í Boston í dag.
Mutai fagnar sigri og heimsmeti í Boston í dag. Reuters

Keníamaðurinn Geoffrey Mutai setti óopinbert heimsmet í maraþonhlaupi í Boston í dag þegar hann hljóp 42,195 kílómetrana á 2 stundum, þremur mínútum og 2 sekúndum.

Haile Gebrselassie átti fyrra metið sem sett var í Berlín árið 2008. Gebrselassie hljóp maraþonhlaup á 2 stundum, þremur mínútum og 59 sekúndum. Hann setti einnig heimsmet árið 2007. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert