Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur formlega hafið rannsókn á því hvort Mohammed Bin Hammam, sem hefur boðið sig fram í embætti forseta sambandsins, hafi gerst sekur um spillingu.
Bin Hammam, sem er frá Katar, og Trinidadbúinn Jack Warner, varaforseti FIFA, hafa verið boðaðir á fund siðanefndar FIFA á sunnudag til að svara fyrir ásakanir um mútuþægni.
Almennt er talið, að eftir þetta séu möguleikar bin Hammams á að sigra Sepp Blatter í forsetakjöri séu úr sögunni.