Jakob: Vissi að þetta yrði spennandi

„Mér leið ekkert svakalega vel í sundinu en þetta er hraðasti tími sem ég hef nokkurn tímann náð óhvíldur, og lofar því góðu fyrir sumarið,“ sagði Jakob Jóhann Sveinsson eftir að hann bætti mótsmet sitt í 100 metra bringusundi á Smáþjóðaleikunum í dag.

Sundið var hnífjafnt og aðeins munaði 10/100 úr sekúndu á Jakobi og Laurent Carnol frá Lúxemborg sem kom næstur.

„Ég bjóst alveg við að þetta yrði spennandi sund og myndi ráðast á síðustu metrunum. Hann varð í 4. sæti á Evrópumeistaramótinu í 200 metra bringusundinu, og níundi í 100 metra sundinu, svo ég vissi að þetta yrði sterk keppni,“ sagði Jakob sem er ánægður með standið á sér núna.

„Ég synti voðalega lítið á fótum í apríl, var að glíma við hnémeiðsli, og æfði því bara hendurnar í staðinn þannig að þetta er bara mjög ágætt núna,“ sagði Jakob. Íslandsmet hans í 100 metra bringusundi er 1:01,32 mínúta.

Jakob Jóhann er Íslandsmethafi í 50, 100 og 200 metra …
Jakob Jóhann er Íslandsmethafi í 50, 100 og 200 metra bringusundi. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert