Anton: Allir brjálaðir í stúkunni svo ég kýldi á þetta

„Á Íslandsmeistaramótinu var ég minna en sekúndu frá þessu meti þannig að það var bara að ná því núna,“ sagði Anton Sveinn McKee eftir að hafa slegið elsta Íslandsmetið í sundi í dag á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein þegar hann synti 1500 metra skriðsund á 15:49,61 mínútum.

Anton synti skömmu síðar 400 metra fjórsund og var þar 3/100 úr sekúndu frá því að bæta Íslandsmetið.

„Ég ætlaði að ná metinu í 400 metra fjórsundi en þetta sund var fyrst. Ég synti það á ágætum hraða en svo voru allir orðnir brjálaðir í stúkunni þannig að ég ákvað bara að kýla á þetta. Ég ætlaði að ná metinu í 400 metra fjórsundinu en ég næ því næst bara. Maður bara æfir og æfir og það er greinilega að skila sér,“ sagði Anton ánægður með afraksturinn á leikunum.

„Það var markmiðið að ná einu gulli. Ég er búinn að fá medalíu í öllum sundunum mínum en það var mjög gaman að ná núna gullinu,“ sagði Anton á sundlaugarbakkanum í dag.

Anton Sveinn að koma úr lauginni í Liechtenstein.
Anton Sveinn að koma úr lauginni í Liechtenstein. Ljósmynd/GÞH/sundfréttir.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert