Guðmundur fékk gull og Jón Þór brons

Guðmundur Helgi Christensen með gullið sitt á Smáþjóðaleikunum.
Guðmundur Helgi Christensen með gullið sitt á Smáþjóðaleikunum. mbl.is/Sindri

Íslenska skotíþróttafólkið hefur verið sigursælt á Smáþjóðaleikunum í Liechtenstein og í dag bættust gull- og bronsverðlaun í safnið. Guðmundur Helgi Christensen vann nefnilega keppni með riffli af 50 metra færi, og Jón Þór Sigurðsson náði 3. sæti með mögnuðum endaspretti.

Guðmundur Helgi hlaut alls 681 stig en næsti maður 679,6 stig. Jón Þór náði svo í 678,9 stig eftir að hafa átt besta skot allra nokkrar umferðir í röð undir lokin. Með því vann hann sig upp um tvö sæti.

Áður höfðu Ásgeir Sigurgeirsson og Thomas Viderö fengið gull og brons í keppni með loftskammbyssu, og Jórunn Harðardóttir silfur í sömu grein.

Því hafa allir fimm skotíþróttamenn Íslands unnið til verðlauna á leikunum.

Viðtal við Guðmund Helga verður að finna í Morgunblaðinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert