Keppt í 100 km hlaupi

Hlaupararnir voru ræstir klukkan 7.00 í morgun. Hlaupinu lýkur ekki …
Hlaupararnir voru ræstir klukkan 7.00 í morgun. Hlaupinu lýkur ekki síðar en klukkan 20.00 í kvöld. Ljósmynd/Jóhann

Sautján langhlauparar voru ræstir klukkan 7.00 í morgun til þátttöku í Íslandsmeistaramóti í 100 km hlaupi sem háð er í dag. Félag 100 km hlaupara stendur fyrir hlaupinu.

Hlaupið er frá „Kafarahúsinu“ í Nauthólsvík og út á Ægissíðu þar sem snúið er við og hlaupið til baka. Hlauparar hlaupa síðan leiðina þar til 100 km er náð.

Heimasíða 100 km hlaupsins

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert