Sautján langhlauparar voru ræstir klukkan 7.00 í morgun til þátttöku í Íslandsmeistaramóti í 100 km hlaupi sem háð er í dag. Félag 100 km hlaupara stendur fyrir hlaupinu.
Hlaupið er frá „Kafarahúsinu“ í Nauthólsvík og út á Ægissíðu þar sem snúið er við og hlaupið til baka. Hlauparar hlaupa síðan leiðina þar til 100 km er náð.