Fjóla fékk gull og silfur

Fjóla Signý Hannesdóttir, til hægri, í keppni fyrir Íslands hönd …
Fjóla Signý Hannesdóttir, til hægri, í keppni fyrir Íslands hönd í Evrópubikarnum. mbl.is/Ernir

Fjóla Signý Hannesdóttir frá Selfossi náði í gull og silfur á Eyrarsundsleikunum í Helsingjaborg um helgina. Fjóla vann 400 metra grindahlaup á 61,44 sekúndum og 100 metra grindahlaup á 15,28 sekúndum.

Hinn sautján ára gamli Guðmundur Kristinn Jónsson frá Selfossi fékk silfur í spjótkasti á sama móti en hann kastaði 54,40 metra og bætti sig um rúma 4 metra. Guðmundur Kristinn hafði forystu fyrir síðustu umferðina.

Haraldur Einarsson og Dagur Fannar Magnússon frá Selfossi kepptu einnig á mótinu og bættu sig líka í sínum greinum. Haraldur hljóp 200 metra á 22,99 sekúndum, 100 metra á 11,49 sekúndum og 400 metra á 50,22 sekúndum. Dagur kastaði sleggju 48,18 metra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert