Tveir Íslendingar í úrslit

Stefán Sölvi Pétursson.
Stefán Sölvi Pétursson.

Báðir íslensku keppendurnir í keppninni um sterkasta mann heims komust í úrslit en riðlakeppninni lauk í gærkvöldi í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum.

Fulltrúar Íslands eru þeir Stefán Sölvi Pétursson, sem lenti í 4. sæti í keppninni í fyrra og Hafþór Júlíus Björnsson, sem nú ber titilinn sterkasti maður Íslands.

Alls hófu 30 keppendur leik í fimm riðlum og komust tveir efstu áfram úr hverjum riðli. Keppendurnir fá nú tveggja daga hvíld en úrslitakeppnin hefst aftur 21. september. Þá verður keppt í þremur greinum og aftur þremur greinum daginn eftir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert