Bárður í stað Ilievskis hjá Tindastóli?

Bárður Eyþórsson.
Bárður Eyþórsson. Kristinn Ingvarsson

Flest bendir til þess að Bárður Eyþórsson verði næsti þjálfari úrvalsdeildarliðs Tindastóls í körfuknattleik. Borce Ilievski sagði upp störfum eftir ósigur Sauðkrækinga gegn Fjölni í fyrrakvöld en hann hafði stýrt liðinu í rúmlega eitt ár.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins settu Tindastólsmenn sig í samband við Bárð í gær og vonast til þess að hann stýri liðinu gegn Grindavík í næstu umferð deildarinnar, jafnvel gegn Stjörnunni í Lengjubikarnum annað kvöld.

Bárður er 43 ára gamall og þjálfaði síðast lið Fjölnis. Hann var með það í hálft fjórða ár en hætti fyrir hálfu öðru ári. Þar á undan var hann um skeið þjálfari ÍR og áður þjálfari Snæfells um árabil.

Sem leikmaður spilaði Bárður með Snæfelli og Val, frá 1986 til 2000, samtals 191 leik í úrvalsdeildinni, og skoraði 14,6 stig að meðaltali í leik á ferlinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert