María Guðsteinsdóttir varð í 13. sæti í -63 kg flokki á heimsmeistaramótinu í kraftlyftingum sem hófst í Tékklandi í gær.
María lyfti 165 kg í hnébeygju sem er nýtt Íslandsmet en hún bætti metið um 7,5 kg. Í bekkpressunni gekk henni ekki eins vel en þar lyfti hún mest 97,5 kg en hún náði ekki að lyfta 102,5 kg sem hún reyndi við. Í réttstöðulyftunni náði María að lyfta 170 kg og hún lauk því keppni með samtals 437,5 kg. en það sami árangur og hún náði á Evrópumótinu.
Sigurvegari í flokknum var Larysa Soloviova frá Úkraínu á nýju heimsmeti 632,5 kg.
Auðunn Jónsson keppir í -120 kg flokki en hann keppir á sunnudaginn.