Heimamenn áttu ekkert erindi í íslenska landsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri í 2. deild heimsmeistaramótsins í íshokkíi á Nýja-Sjálandi í nótt.
Ísland sigraði 7:1 og hefur byrjað með miklum látum því liðið vann Tyrkland 8:0 í fyrsta leiknum. Úrslitin benda til þess að íslenska liðið eigi heima í 2. deild en liðið þarf að vinna riðilinn til að vinna sér sæti þar á ný.
Brynjar Bergmann var valinn besti leikmaður Íslands í leiknum en næst mætir Ísland liði Búlgaríu sem tapað hefur báðum leikjum sínum hingað til.
Mörk/stoðsendingar Íslands:
Sigurður Reynisson 2/2
Jóhann Már Leifsson 2/0
Björn Róbert Sigurðarson 1/2
Brynjar Bergmann 1/0
Andri Már Helgason 1/0
Ólafur Hrafn Björnsson 0/3
Ingólfur Tryggvi Elíasson 0/2
Tómas Tjörvi Ómarsson 0/1
Ólafur Árni Ólafsson 0/1
Gunnlaugur Guðmundsson 0/1