Contador í tveggja ára bann

Alberto Contador fagnar sigri. Bið verður á að hann fangi …
Alberto Contador fagnar sigri. Bið verður á að hann fangi sigri á nýjan leik eftir að hann var dæmdur í tveggja ára keppnisbann í morgun. Reuters

Spænski hjólareiðakappinn, Alberto Contador, var í morgun dæmdur í tveggja ára keppnisbann af æðsta dómstól spænska hjólreiðasambandsins vegna notkunar á ólöglegum lyfjum.

Hann hefur einnig verið sviptur sigrinum í Frakklandshjólreiðunum árið 2010. Andy Schleck frá Lúxemborg varð þá í 2. sæti.

Contador er einn fremsti hjólreiðamaður heims. Hann féll á lyfjaprófi fyrir skemmstu en hélt því fram að ástæða þess væri að hið ólöglega efni (clenbuterol) hafi leynst í matvælum sem hann neytti. Dómstóllinn tók ekkert mark á vörn Contador í málinu og dæmdi hann til tveggja ára keppnisbanns.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert