Kvennalandsliðið á leið til Suður-Kóreu

Frá leiknum við Nýja-Sjáland á HM í fyrra.
Frá leiknum við Nýja-Sjáland á HM í fyrra. mbl.is/Ómar Óskarsson

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkí heldur í næstu viku til Suður-Kóreu þar sem liðið tekur þátt í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins. Landsliðshópurinn hefur verið valinn og verður í æfingabúðum á Akureyri um helgina. 

Ísland hafnaði í 3. sæti í 4. deild í fyrra á heimavelli en skipulagsbreytingar hafa átt sér stað á fyrirkomulagi HM kvenna og er nú leikið í tveimur riðlum en í þá er raðað eftir styrkleika. 

Þjálfari liðsins er Richard Eiríkur Tahtinen fyrrverandi landsliðsþjálfari karla og stýrir hann nú kvennaliðinu í fyrsta skipti.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markmenn

Karítas Sif Halldórsdóttir

Guðlaug Ingibjörg Þorsteinsdóttir

Varnarmenn

Jónína Margrét Guðbjartsdóttir

Anna Sonja Ágústsdóttir

Eva María Karvelsdóttir

Guðrún Marín Viðarsdóttir

Arndís Sigurðardóttir

Silja Rún Gunnlaugsdóttir

Lilja María Sigfúsdóttir

Sóknarmenn

Birna Baldursdóttir

Bergþóra Heiðbjört Bergþórsdóttir

Sarah Smiley

Linda Brá Sveinsdóttir

Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir

Flosrún Vaka Jóhannesdottir

Guðrun Blöndal

Sigríður Finnbogadóttir

Hanna Rut Heimisdóttir

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka