Kanadíski skíðamaðurinn Nick Zoricic lést í keppni í heimsbikarnum í dag en mótið fór fram í Sviss. Zoricic féll í brekkunni í síðasta stökkinu í brautinni og hafnaði fyrir utan hana og endaði á öryggisneti.
Hann fékk alvarlega höfuðáverka og var fluttur með þyrlu á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn. Zoricic var 29 ára og hafði verið í meira en þrjú ár þátttakandi í heimsbikarnum.
Nick Zoricici er annar skíðamaðurinn sem Kanada þarf að sjá á eftir á þessu ári en Sarah Burke lést í janúar. Hún var þá við æfingar.