María náði 4. sætinu á EM

María Guðsteinsdóttir.
María Guðsteinsdóttir. Ljósmynd/KRAFT

María Guðsteinsdóttir úr Ármanni lenti í fjórða sæti í réttstöðulyftu á Evrópumótinu í kraftlyftingum í Úkraínu í dag.

María keppti í -63 kg flokki. Hún lyfti 162,5 kg í hnébeygju, 100 kg í bekkpressu og 177,5 kg í réttstöðulyftu eða samanlagt 440 kg. Réttstaðan og samanlagður árangur eru ný Íslandsmet í flokknum.

María lagði allt í sölurnar að ná bronssætinu í réttstöðulyftunni. Hún reyndi við 185 kg sem hefði dugað henni til að ná þriðja sætinu en henni tókst ekki lyfta þeirri þyngd.

Auðunn Jónsson keppir á Evrópumótinu á laugardag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert