Auðunn Jónsson kraftlyftingamaður úr Breiðabliki varð í dag í 5. sæti í samanlagðri keppni á Evrópumótinu í kraftlyftingum í Úkraínu.
Auðunn vann til silfurverðlauna í réttstöðulyftu þar sem hann lyfti 357,5 kg, eftir að hafa lyft 407,5 kg í hnébeygju og 275 kg í bekkpressu. Auðunn lyfti því samtals 1040 kg sem er heimsmet í flokki öldunga M1.
Carl Yngvar Christensen varð Evrópumeistari í samanlögðu en hann lyfti samtals 1135 kg á sínu fyrsta fullorðinsmóti og setti nýtt heimsmet.