Guðrún Gróa fékk silfur

Guðrún Gróa, t.h., var einn albesti varnarmaður Íslands í körfuknattleik …
Guðrún Gróa, t.h., var einn albesti varnarmaður Íslands í körfuknattleik áður en hún sneri sér að kraftlyftingum. mbl.is/Ómar

Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir varð í dag í 5. sæti í -72 kg flokki á Evrópumóti ungmenna í Herning í Danmörku. Hún lyfti samtals 432,5 kg sem er Íslandsmet unglinga í hennar þyngdarflokki.

Guðrún Gróa náði bestum árangri í bekkpressu þar sem hún lyfti mest 112,5 kg sem er nýtt Íslandsmet í bæði opnum flokki og flokki unglinga. Þar fékk hún silfurverðlaun.

Húnvetningurinn lyfti 155 kg í hnébeygju og í réttstöðu lyfti Guðrún mest 160 kg. Hún reyndi við 167,5 kg sem hefði fært henni bronsverðlaun í samanlögðu en tókst ekki þrátt fyrir mikla baráttu.

Guðrún Gróa er mörgum að góðu kunn fyrir afrek sín á körfuboltavellinum en hefur ákveðið að leggja kraftlyftingar fyrir sig. Hún er systir Helgu Margrétar, Íslandsmethafa í sjöþraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert