Ásdís líklegust til að ná inn í úrslitin

Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. Reuters

Fjórir af þeim fimm íslensku frjálsíþróttamönnum sem taka þátt í Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum, sem hefst í Helsinki á morgun, verða í eldlínunni á fyrsta keppnisdegi.

Tugþrautarmaðurinn efnilegi, Einar Daði Lárusson úr ÍR, hefur keppni árla dags og sömu sögu er að segja af Óðni Birni Þorsteinssyni, FH, í kúluvarpi. Undankeppni hefst hjá honum snemma dags. Ásdís Hjálmsdóttir, Íslandsmethafi í spjótkasti úr Ármanni, tekur síðan þátt í undankeppni í spjótkasti. Ekki er ljóst í hvorum riðlinum hún verður en í undankeppninni verður keppendum skipt niður í tvo kasthópa eins og í kúluvarpi karla.

Trausti Stefánsson spreytir sig í undanrásum í 400 m hlaupi síðdegis á morgun. Kristinn Torfason, langstökkvari úr FH, stekkur fram á sjónarsviðið á föstudaginn þegar undankeppnin fer fram fyrri hluta dagsins.

Ásdís er sá íslensku keppendanna sem hefur mesta reynslu af því að taka þátt í stórmóti. Hún hefur verið með á Evrópu- og heimsmeistaramótum auk Ólympíuleikanna í Peking fyrir fjórum árum. Þá hefur hún verið með á mörgum alþjóðlegum mótum á síðustu árum, s.s. á Demantamótaröð Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, IAAF.

Í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag er fjallað um íslensku keppendurna á EM og möguleika þeirra í Helsinki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert