„Hefur verið mikið ævintýri“

Aníta Hinriksdóttir.
Aníta Hinriksdóttir. Morgunblaðið/Kristinn

„Mér líður mjög vel. Þetta hef­ur verið mikið æv­in­týri,“ sagði Aníta Hinriks­dótt­ir, hlaup­ari úr ÍR, í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær­kvöldi eft­ir að hún varð í fjórða sæti í 800 m hlaupi á heims­meist­ara­mót­inu í frjálsíþrótt­um 19 ára og yngri í Barcelona.

Aníta, sem er aðeins 16 ára, kom í mark á 2.03,23 og var aðeins átta hundraðshlut­um úr sek­úndu frá eig­in Íslands­meti sem hún setti í und­an­rás­un­um í fyrra­dag. Aníta var grát­lega nærri verðlaun­um því hún missti Manal El Bahra­oui frá Mar­okkó fram úr sér á síðustu 50 metr­un­um.Bahra­oui er tveim­ur árum eldri en Aníta.

„Ég var svo­lítið stressuð fyr­ir hlaupið og hljóp fyrri hring­inn full hratt fyr­ir vikið. Þar af leiðandi var ég aðeins far­in að stífna upp í lok­in. Ég átti al­veg von á að fleiri kæmu fram úr mér á enda­sprett­in­um,“ sagði Aníta sem hafði for­ystu í hlaup­inu fyrstu 600 metr­ana.

„Ég er mjög ánægð með ár­ang­ur­inn og fram­far­irn­ar á þessu móti og stefni á að taka þátt í mót­inu á nýj­an leik eft­ir tvö ár og þá reynsl­unni rík­ari,“ sagði Aníta Hinriks­dótt­ir.

Nán­ar er rætt við Anítu og ann­an þjálf­ara henn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert