Annie Mist Þórisdóttir varð í kvöld sigurvegari í kvennaflokki á heimsleikunum í Crossfit, annað árið í röð. Er þetta í fyrsta skipti í sögu leikanna sem sami keppandi sigrar tvö ár í röð.
Annie, sem er 22 ára, sagði í viðtali við vef mótsins, eftir að hafa tryggt sér sigurinn, að hún hefði ekki átt von á því að ná að verja titilinn sem hún hreppti í fyrsta skipti á síðasta ári. Hún náði forustunni í keppninni í gær og hafði tryggt sér sigur fyrir síðustu keppnisgreinina í kvöld. Hún endaði með 1.062 stig, Julie Foucher frá Bandaríkjunum fékk 977 stig og Talaya Fortunato, einnig frá Bandaríkjunum, fékk 973 stig.
Að launum hlýtur Annie 250 þúsund dali, jafnvirði 32 milljóna króna.