Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, verður fánaberi Íslands á setningarhátíð Ólympíuleikanna í London annað kvöld.
Ásdís er önnur íslenska konan sem fær þetta hlutverk á sumarleikum en fjórar hafa verið fánaberar á Vetrarólympíuleikum.
Guðrún Arnardóttir grindahlaupari var fánaberi á leikunum í Sydney í Ástralíu árið 2000. Á síðustu Ólympíuleikum í Peking í Kína var Örn Arnarson sundmaður fánaberi.
Ásdís keppir nú í annað sinn á Ólympíuleikunum en hún var einnig með í Peking fyrir fjórum árum. Alls á Ísland 27 keppendur á leikunum í London.