City fékk Góðgerðarskjöldinn

Carlos Tévez skorar og kemur Manchester City í 2:1.
Carlos Tévez skorar og kemur Manchester City í 2:1. AFP

Englandsmeistarar Manchester City unnu bikarmeistara Chelsea, 3:2, í opnunarleik keppnistímabilsins í ensku knattspyrnunni á Villa Park í Birmingham í dag - leiknum um Góðgerðarskjöldinn.

Fernando Torres kom Chelsea yfir á 40. mínútu eftir sendingu frá Ramirers en þremur mínútum síðar fékk Branislav Ivanovic, varnarmaður Chelsea, rauða spjaldið fyrir að brjóta á Aleksander Kolarov. Chelsea var 1:0 yfir í hálfleik.

City tók leikinn í sínar hendur eftir hle, Yaya Touré jafnaði með föstu skoti frá vítateig á 53. mínútu og Carlos Tévez skoraði með glæsilegu skoti frá vítateig á 59. mínútu, 2:1.

Samir Nasri bætti við marki, 3:1, á 65. mínútu eftir sendingu frá Kolarov. Tíu leikmönnum Chelsea tókst að hleypa spennu í leikinn þegar Ryan Bertrand skoraði á 79. mínútu, 3:2, þegar hann fylgdi eftir skoti frá Daniel Sturridge.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert