Hjólreiðakappinn Lance Armstrong hefur verið dæmdur í lífstíðarbann af bandaríska lyfjaeftirlitinu og allir sjö titlarnir sem hann vann í Tour de France verða teknir af honum.
Lyfjaeftirlitið úrskurðaði að Armstrong, sem hætti keppni í fyrra, notaði ólögleg efni til að ná árangri á sínum ferli.
Armstrong hefur ávallt neitað því að hafa notast við ólögleg efni en hann ákvað í gær að hætta berjast gegn ásökunum gegn sér sem þýðir að hann var dæmdur í lífstíðarbann.
Allur árangur hans frá árinu 1998 verður þurrkaður út og eins og áður segir mun hann missa titlana sjö sem hann vann í Frakklandshjólreiðunum.