Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir segist ganga ánægð frá borði eftir þátttöku á sínu fyrsta Ólympíumóti fatlaðra en hún setti Íslandsmet í 200 metra hlaupi í dag og hafði áður komist í úrslit í langstökki þrátt fyrir að vera aðeins 15 ára.
Matthildur sagði það ekki hafa verið óþægilegt þó að hin rússneska Evgeniya Trushnikova þjófstartaði í hlaupinu í dag en sagðist hreinlega hafa haldið að á sjálfu Ólympíumótinu myndi enginn þjófstarta.
Matthildur segir mótið í London ógleymanlega reynslu en hún hefur þegar sett stefnuna á að komast á verðlaunapall í Ríó eftir fjögur ár.