Jón Margeir Sverrisson, sem vann til gullverðlauna í 200 metra skriðsundi á Ólympíumóti fatlaðra í London á sunnudag, bætti tvö Íslandsmet í dag þegar hann varð í 11. sæti í 100 metra bringusundi. Þetta var hans síðasta grein.
Jón Margeir mun því fá langþráða hvíld næstu daga. Hann mun taka á móti forsetahjónunum Ólafi Ragnari Grímssyni og Dorrit Moussaieff á morgun er þau heimsækja íslenska hópinn í ólympíuþorpið, en flýgur svo heim með gullið sitt á mánudaginn.