Kolbrún: Geri enn betur í Ríó

Sundkonan Kolbrún Alda Stefánsdóttir stóð sig frábærlega á sínu fyrsta Ólympíumóti fatlaðra í London, aðeins 15 ára gömul, en hún lauk keppni í dag.

Kolbrún varð í 14. sæti í 100 metra bringusundi í dag en hún hafði áður sett Íslandsmet í 100 og 200 metra skriðsundi, sem og í 100 metra baksundi, og getur því verið hæstánægð með árangur sinn í London. Hún hefur nú sett stefnuna á að gera enn betur í Ríó eftir fjögur ár.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert