Íslenska stúlknaliðið í hópfimleikum varð í morgun Evrópumeistari en liðið tryggði sér sigur á EM í Árósum.
Keppnin var gríðarlega jöfn og spennandi en íslenska liðið átti frábæran dag og skaut heimamönnum ref fyrir rass og Danir urðu að sætta sig við annað sætið. Svíar urðu þriðju, Norðmenn fjórðu, Finnar fimmtu og Bretar sjöttu, en sjö þjóðir tóku þátt í mótinu í þessum flokki.
Keppni stendur nú yfir í kvennaflokki þar sem íslenska liðið reynir að verja titilinn frá því fyrir tveimur árum.