Allt er fertugum fært

Líney Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, afhenti Júlían Karli og Auðunni blóm …
Líney Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, afhenti Júlían Karli og Auðunni blóm í gær. mbl.is/Golli

Auðunn Jónsson, heimsmeistari í réttstöðulyftu úr Breiðabliki, er kominn heim með gullið frá Púertó Ríkó þar sem heimsmeistaramótið fór fram á dögunum. Auðunn keppti í þungavigt sem er +120 kg flokkur og reif upp 362,5 kg í réttstöðulyftunni og setti um leið glæsilegt Íslandsmet.

„Þetta er rosalega jákvætt og það gefur manni mikinn kraft að fá útborgað fyrir það sem maður hefur lagt á sig. Þetta er virkilega gaman og einnig sérstaklega sætt að vinna Evrópumeistarann í réttstöðulyftu. Ég náði aðeins að hefna mín á honum eftir að hafa tapað fyrir honum á Evrópumótinu. Keppnin í mínum flokki er alveg ótrúlega hörð og keppendurnir sýndu svakalegan árangur,“ sagði Auðunn þegar Morgunblaðið ræddi við hann á blaðamannafundi í gær.

Ekki er það ofsögum sagt hjá Auðunni að samkeppnin sé mikil því heimsmet féllu í hinum greinunum báðum: bekkpressu og hnébeygju.

Íslenskt kraftlyftingafólk virðist hafa sérstakt lag á réttstöðulyftunni og nú á Ísland tvo heimsmeistara í réttstöðulyftu. Auk Auðuns er þar um að ræða Júlían J. K. Jóhannsson sem einnig sigraði í greininni á HM unglinga í sumar.

Sjá við tal við Auðunn í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert