Guðrún skoraði fjögur gegn Birninum

Ásynjur eru taplausar í deildinni.
Ásynjur eru taplausar í deildinni. mbl.is/Árni Sæberg

SA Ásynjur sigruðu Björninn 6:1 á Íslandsmóti kvenna í íshokkíi í Egilshöll í gærkvöldi. Guðrún Blöndal var í miklu stuði og skoraði fjórum sinnum fyrir Ásynjur.

Akureyringar tóku forystuna í fyrsta leikhluta og lögðu þá grunninn að sigrinum en liðið var 2:0 yfir að honum loknum. 

SA er ríkjandi Íslandsmeistari og hefur liðið ekki tapað leik á tímabilinu. 

Mörk/stoðsendingar Björninn:

Lilja María Sigfúsdóttir 1/0
Steinunn Erla Sigurgeirsdóttir 0/1

Refsingar Björninn: 10 mínútur.

Mörk/stoðsendingar Ásynjur:

Guðrún Blöndal 4/0
Birna Baldursdóttir 1/0
Sólveig G. Smáradóttir 1/0
Anna Sonja Ágústsdóttir 0/2
Diljá Sif Björgvinsdóttir 0/1
Védís Valdimarsdóttir 0/1
Jónína M. Guðbjartsdóttir 0/1
Linda Brá Sveinsdóttir 0/1
Elísabet Kristjándsóttir 0/1
Katrín Ryan 0/1

Refsingar Ásynjur: 8 mínútur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert