Hefur gengið ótrúlega vel

Ásdís Hjálmsdóttir æfir spjótkastið við góðar aðstæður á Kanaríeyjum þessa …
Ásdís Hjálmsdóttir æfir spjótkastið við góðar aðstæður á Kanaríeyjum þessa dagana. mbl.is/Golli

Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefur dvalið við æfingar á Tenerife á Kanaríeyjum í rúma viku ásamt æfingahóp sínum þar sem hún undirbýr sig fyrir komandi tímabil.

„Það hefur gengið alveg ótrúlega vel og ég er búin að eiga hér alveg frábærar kastæfingar,“ sagði Ásdís við Morgunblaðið í gær en hún æfir nú undir handleiðslu Írans Terry McHugh sem tók við þjálfun hennar eftir að samstarfi hennar og Stefáns Jóhannssonar lauk í september.

„Það er nú þannig með okkur spjótkastarana að við þurfum að kasta utandyra og á þessum árstíma var upplagt að fara út í hlýjuna hér á Kanaríeyjum. Hér er mjög fín aðstaða og gott að geta æft í góðu veðri við góðar aðstæður,“ sagði Ásdís.

Sjá viðtal við Ásdísi í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert